[{{mminutes}}:{{sseconds}}] X
Пользователь приглашает вас присоединиться к открытой игре игре с друзьями .
Jón bóndason og skessan á fjöllunum
(0)       Используют 4 человека

Комментарии

Ни одного комментария.
Написать тут
Описание:
Язык: исландский
Автор:
Велимира
Создан:
15 января 2022 в 20:31
Публичный:
Нет
Тип словаря:
Книга
Последовательные отрывки из загруженного файла.
Содержание:
31 отрывок, 14939 символов
1 Einu sinni var bóndi fyrir norðan, sumir segja í Húnavatnssýslu, aðrir í Þingeyjarsýslu. Hann átti son sem Jón hét, efnilegan pilt. Bóndi réri út í Vestmannaeyjum hvurja vetrarvertíð um mörg ár þangað til honum var farið svo aftur vegna elli að hann þóttist ófær til að róa út lengur, enda var Jón þá kominn svo upp að hann gat farið að fara til sjávar í staðinn hans.
Seinasta vorið sem bóndi fór úr eyjunum réði hann því son sinn í skiprúmið sem hann hafði róið í.
2 Það var eitthvurt besta skiprúmið á eyjunum. Aðrir segja að hann hafi ráðið sig þar sjálfan eins og hann var vanur, en hafi ekki treyst sér að fara þegar þar að kom, vegna heilsubrests.
En hvort sem heldur var þá lét hann Jón son sinn fara suður um veturinn. Hann fylgdi honum sjálfur suður á fjöll og sagði honum greinilega til vegar að skilnaði. Hann sagði að innan skamms mundu götur skiptast og lægi önnur til útsuðurs, en hin til landsuðurs.
3 "Þú skalt," sagði hann, "fara þá götuna sem til útsuðurs liggur, því á hinni liggja illar vættir."
Og þegar hann hefir sagt honum fyrir sem hann vildi kvaddi hann son sinn og fór heim aftur.
Jón ferðaðist leiðar sinnar þangað til hann kom að gatnamótunum. Þá hugsar hann með sér: "Það er sannarlega beinni vegur sem til landsuðurs liggur, enda er gaman að vita hvurt það er satt að þar búi nokkrir óvættir."
Hann hugsar sig ekki lengi um og leggur á þá götuna sem til landsuðurs liggur, og ferðast síðan lengi, og nú fer veður að þykkna og gjörir fjúk og byl.
4 Um kvöldið kemur Jón að hellisskúta og þar tekur hann af hestum sínum því hann hafði tvo hesta með áburði og þriðja til reiðar. Hann gefur þeim hey, en fer sjálfur innst í skútann og sest niður að eta úr malpoka sínum.
Þegar honum birtir fyrir augum sér hann að stórt gjögur var inn úr skútanum og þar inn í heyrir hann einhvur læti sem honum þóttu undarleg. Hann gægist þar inn og sér þar tvo krakka, heldur ófríða, sem voru að leika sér hvor við annan, en létu þó sultarlega á milli.
5 Jón tekur þá tvö kjötstykki og kastar til þeirra. Þeir grípa sitt stykkið hvor og fara að éta með mestu ákefð.
Stundarkorni seinna heyrir Jón mikinn undirgang, og síðan kemur skessa fjarska stór inn í hellisskútann til hans og segir: "Kom þú sæll, Jón litli. Vertu velkominn. Ég þakka þér fyri krakkana mína."
Jón segir það sé ekki mikið að þakka. Hún sagðist fara nærri um það, – "en hættu að éta og komdu inn með mér.
6 Þér verður hvurt sem er kalt að liggja þarna í nótt."
Jón sagðist verða að bæta heyi við hestana fyrst. Hún sagðist skyldi sjá um þá. Jón þakkar henni fyrir og fer inn með henni. Hún leggur byrði sína á gólfið; það var laupur fullur af nýjum silungi. Hún vísar Jóni til sætis á fleti sem var í hellinum fyrir utan bælið hennar sem var inn við gaflaðið á hellinum og bælið krakkanna þar á móts við.
Nokkuð utar var dálítill afhellir.
7 Þar fer skessan inn með silunginn, setur upp pott og fer að sjóða silungssúpu, og þegar hún er búin að því skammtar hún sér, krökkunum og Jóni í skálar. Þær voru af steini nema sú sem Jón fékk í; hún var úr tré.
Jón étur nú nægju sína og þegar hann er mettur þakkar hann skessunni fyrir matinn. Hún segir það sé sjálfþakkað. Jón ætlar þá út að gá að hestum sínum, en hún bað hann að vera kyrran, sagði það væri svo mikill bylurinn að honum væri ekki fært að fara út úr dyrunum, – "en ég mun sjá um hestana eins og ég lofaði," sagði hún.
8 "Þér er óhætt að trúa mér fyrir þeim; ég er ekki vön að svíkja það sem ég lofa."
Síðan býr hún upp fletið og biður Jón að hátta þar og gjörir hann það. Hann sofnar vært og vaknar ekki fyrr en um morguninn þegar skessan kom inn og var búin að gá til veðurs og segir: "Góðan dag, Jón. Þú fer ekki héðan í dag; það er grimmdarbylur og batnar ekki á þessum degi. Þér liggur ekki á að klæða þig strax. Þér kann að leiðast hér í dag."
Síðan fer skessan að elda silungssúpu og þegar hún er búin að því er Jón kominn á fætur, og setjast þau nú öll til borðs.
9 Skessan var heima um daginn og var ræðin við Jón. Honum þótti mesta skemmtun að tala við hana og fann ekkert til leiðinda um daginn. Þar er hann um nóttina eftir og sefur vært og vaknar við að skessan kemur inn og segir: "Góðan dag, Jón. Þú verður hér kyrr í dag. Það er sami bylur og batnar ekki í dag."
Jón segir þá: "Hvað ætla verði um hesta mína?"
Hún sagði þeim væri óhætt.
Þar var Jón um daginn og fór allt eins og fyrri daginn; skessan gaf silungssúpu bæði mál.
10 Um kvöldið fer Jón að sofa og vaknar um morguninn snemma við það að skessan kemur inn og segir: "Góðan dag, Jón. Farðu að klæða þig og flýttu þér því nú er komið besta ferðaveður. Þú verður að ferðast svo langt sem þú getur í dag svo þú komist suður í Eyjasand annað kvöld."
Jón klæðir sig nú sem fljótast og gengur út og standa þá hestar hans við dyrnar og eru fullir, en þó er óeytt úr heypokum hans.
 

Связаться
Выделить
Выделите фрагменты страницы, относящиеся к вашему сообщению
Скрыть сведения
Скрыть всю личную информацию
Отмена